

Farsæld
húmanískt lífsskoðunarfélag
Velkomin!
9. 10. 2025
Haustdagskrá Farsældar
Allir viðburðir eru í Hafnarstræti 5, 3. hæð, nema ef annað er tekið fram. Annað hvort viðburðirnir í Akademíusalnum eða Bókastofu ReykjavíkurAkademíunnar. Skrifstofa Farsældar er í sama húsnæði. Athugið að breytingar geta orðið á dagsetningum viðburða.
Næstu viðburðir
Frestun: Fim. 27. nóv. (17:00 – 18:30) - frestað um óákv. tíma.
- Kynningar- og félagsfundur. Brugðið á létta strengi.
Miðv. 10. des. (17:00 –18:30)
- Umræðuhringur – Bíó, bækur og betra líf
Dags. augl. síðar:
- Málfundur: Mannkostamenntun og gagnrýnin hugsun
-----------------------------------------
Fyrri viðburðir
Kynningarvika dagana 9. - 16. október - Opnun Fb-síðu Farsældar - Opin umfjöllun um félagið á Fb og grein - Kynningarfundur Farsældar þri. 14. okt. kl 17:00 - 18:15, - Viðtal við formannn Farsældar - sjá hér --------------------------------------------- Mán. 20. okt. (17:00 - 18:30) - Málfundur: Mannkostamenntun og gagnrýnin hugsun - dags. tilkynnt síðar. Fim. 23. okt. (17:00 – 18:30) Málfundur - Siðferðileg ábyrgð á eigin heilsu - heilsa og íþróttir. Er það siðferðilega ábyrgt að selja áfengi á íþróttaviðburðum? Árni Guðmundsson, Agnar Már Jónsson og Svanur Sigurbjörnsson Helgina 24. – 26. okt. (háð lágmarksþátttöku (7), skráning) Námskeið í húmanískri heimspeki og siðfræði - Fös. 15:00-17:00, Lau. 9:30 –12:00 og Sun. 9:30 –12:00 Mið. 12. nóv. (17:00 – 18:30) Umræðuhringur - hvað liggur okkur á hjarta? Miðv. 19. nóv. (17:00 – 18:30) - Málfundur: Dánaraðstoð - hvernig gætu góð lög um hana litið út?
----------------------------------------------
Vordagskrá Farsældar
Helstu liðir
- Málfundur um meðferð á dýrum - Málfundur um aðferð samræðunnar í kennslu - Námskeið: Gagnrýnin hugsun og rökleg færni - Umræðuhringur: Hvað liggur okkur á hjarta? - Umræðuhringur: Bíó, bækur og betra líf - Málfundur: Gervigreind og samfélag - Námskeið: Gervigreind og samfélag - Málfundur um stöðu veraldlegra útfara á Íslandi - Kynningar- og félagsfundur. Hugmyndafræði og samfélag - Aðalfundur í mars. - Námskeið: áhrif bókstafstrúar á frið og ófrið Sendið okkur endilega línu ef þið hafið spurningar um félagið eða dagsskrá þess. Hægt er að skrá sig í félagið á skráningarsíðunni.
Kynningarfundur Farsældar í Akademíusalnum
Kynningarfundur þriðjud. 14. okt. kl. 17:00 – 18:15.
12.10.25
Stjórn Farsældar
Farsæld efnir til opins kynningarfundar um félagið í Akademíusalnum, Hafnarstræti 5, 3. hæð, Reykjavík.
Hugmyndafræði félagsins verður kynnt stuttlega, fólkið í stjórn félagsins og dagskrárliðir vetrarins, en þar á meðal er ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk.
Farsæld opnar starf sitt og hefur almenna kynningu
8.10.25
Stjórn Farsældar
Farsæld varð ekki til úr tómarými hérlendis og sá hópur sem stofnaði félagið í mars síðastliðinn á meðal annars rætur úr uppbyggingu veraldllegrar/húmanískrar athafnaþjónustu og jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Með stofnun Farsældar vilja stofnendur bjóða upp á virkt mennta- og umræðustarf um siðferðileg málefni. Með birtingu vetrardagskrár félagsins eru mörkuð tímamót í þá veru. Nánar má lesa um þetta í grein formanns félagsins, sem hér fer eftir.
Farsæld fær hæfandi vinnuaðstöðu og aðsetur!
Stórhuga stjórn rennir frekari stoðum undir félagið
7.10.25
Stjórn Farsældar
Þann 1. október síðastliðinn tók Farsæld myndarlegt skrefi til uppbyggingar á starfi félagsins með undirritun leigusamnings við ReykjavíkurAkademíuna, en með því fær félagið skrifstofu og ýmsa aðstöðu til félagsstarfsins.




