
NÝTT! Umræðurhringur - Hvað liggur þér á hjarta?

Stjórn Farsældar
7. nov. 2025
Heimspekileg nálgun umræðna um það sem manni liggur á hjarta
Umræðuhringjum Farsældar er ætlað að vera vinalegur vettvangur málefnalegrar umræðu sem stýrt er eftir samræðuaðferðum heimspekinnar. Með því æfum við okkur að greina skýrt frá áliti okkar, skilgreina vel lykilatriði, sjá fleiri hliðar mála, setja okkur í spor annarra, gefa og fá málefnalega gagnrýni og rannsaka mál (og sjálf okkur) í ljósi samræðunnar. Það er gefandi og stundum hreinlega undursamlegt hvað kemur út úr slíkri umræðu og er hluti af því sem kallað er heimspekileg iðkun eða lífsmáti. Það þarf ekki neina heimspekilega kunnáttu til að taka þátt – bara opin hug, forvitni og vilja til að njóta þessa saman með öðrum.
Nú fer félagið af stað með fyrsta umræðuhringinn með yfirskriftinni: Hvað liggur þér á hjarta? Með henni er vísað til þess að upphafspunktar umræðnanna koma frá þátttakendum sjálfum.
Stjórnandi umræðuhringsins er Unnur Hjaltadóttir, BA í Heimspeki og stjórnarmaður í Farsæld.
Eftir atvikum, getur í framhaldinu staðið til boða að halda fleiri fundi fyrir þátttakendurna í hringnum.
Óskað er eftir forskráningu á Umræðuhringinn - Hvað liggur þér á hjarta? með því að fylla út formið á skráningarsíðu félagsins. Þátttaka er ókeypis. Æskilegt er að skráning fari fram í síðasta lagi þriðjud. 11. nóvember, daginn fyrir umræðuhringinn. Skráningin er ekki nauðsyn þó og óhætt er að mæta án hennar.