top of page

Kynningarfundur Farsældar í Akademíusalnum

Stjórn Farsældar
12. okt. 2025
Kynningarfundur þriðjud. 14. okt. kl. 17:00 – 18:15.
Formaður félagsins mun kynna stuttlega hugmyndagrunn félagsins og hver sé hugsunin á bak við farsældarhugtakið, en það er ákveðin gerð af hugmynd um hamingju. Stjórnarmenn kynna ýmsa þætti félagsins og dagskrárliði vetrarins. Síðan verður opið fyrir spurningar og umræður. Áætluð lengd fundar er 60 – 75 mínútur.
bottom of page