
Viðtal við formann Farsældar

Stjórn Farsældar
16. okt. 2025
Viðtal við Svan Sigurbjörnsson á Samstöðinni
Björn Þorláksson þáttastjórnandi á Samstöðinni - samfélagssjónvarpi, tók viðtal við Svan Sigurbjörnsson, formann Farsældar, nú á dögunum (13. okt) og ræddi við hann um aðdraganda þess að Svanur fékk áhuga á húmanisma og dembdi sér í félagsstarf í Siðmennt þar til hann og hluti þess kjarna sem bar uppi starfsemi Siðmenntar upp úr aldamótunum fram til 2019, stofnaði Farsæld á þessu ári.
Það er farið víða í þessu efnismikla viðtali, sem er fróðlegt um þróun þessara mála og innihald húmanismans.
Fyrirvari: Svanur formaður Farsældar vill taka það fram að fyrirsagnir í kynningu Samstöðvarinnar á viðtalinu eru talsverð einföldun á því sem kemur fram í máli hans því ljóst er að hann stofnaði ekki sjálfur Farsæld (og ekki sem læknir) heldur stofnhópur félagsins og hann tók sér ekki hlé frá klínískum störfum til að stofna nýtt félag heldur til að taka á ný virkari þátt í félagsmálum. Á þessu er mikilvægur munur.
Að öðru leyti má segja er óhætt að hefja hlustun á 16. mínútu og enda við fertugustu, fyrir það efni sem fókuserar á lífsskoðunarmálin. Slóðin á viðtalið er hér fyrir neðan. Njótið!