

Útfarir
Húmanískar útfarir eru byggðar á sammannlegum gildum án aðkomu trúar. Athafnastjóri félagsins fer yfir atriði og texta athafnar með aðstandendum og ráðleggur um útfærslur á því sem valið er. Samin eru minningarorð og athafnarstjóri gefur stutta hugvekju. Tónlist gefur útförum fallegan blæ. Stundum er stutt í húmor eða gleði yfir góðum minningum. Útfarir eru ekki eingöngu um styrkingu aðstandenda í sorg, heldur einnig um virðingu fyrir lífi hins látna og litunum í lífi viðkomandi.
Gjald fyrir útfarir er eftirfarandi:
Minningarathöfn (útför) og kistulagning á aðlægum tíma (innan 2 klst við minningarathöfn og sömu megin við hádegi): kr. 80 þús.
Kistulagning á óaðlægum tíma við minningarathöfn (yfir 2 klst eða öðru megin við hádegi, eða á öðrum degi): kr. 20 þús. til viðbótar.
Jarðsetning haldin sér á parti (öðrum degi): kr. 12.5 þús.
Félagar í Farsæld njóta 10% afsláttar (í heild).
Í gjaldinu er falið undirbúningsviðtal, ráðleggingar um skipulag og athöfnin.
Það geta átt við viðbótargjöld vegna aksturs ef athöfnin er utan heimasvæðis athafnarstjórans (um 20 km radius) eða biðtími skapast á athafnarstað umfram 1 klst. Sé athöfn á hátíðardegi getur átt við álag.
Sjá nánar hér: Gjaldskrá athafna (pdf-skjal)