

Sækja um athöfn
Umsóknareyðublað fyrir athafnir
1. júlí 2025: Athafnaþjónusta félagsins er formlega hafin!
Óskir þú eftir athöfn þá vinsamlegast fylltu út eftifarandi form og sendu inn. Þú færð staðfestingarpóst um að þú hafir sent inn beiðnina. Berist hann ekki til þín er vissara að fara yfir rétta ritun netfangs þíns. Til vara má hafa beint samband í gegnum athafnir@farsæld.is
Félagar í Farsæld fá 10% afslátt af gjaldi athafna (í heild). Hægt er að skrá sig í félagið hér.
Athugið! Giftingar hjá Farsæld eru fyrst um sinn ekki lögformleg vígsla því félagið á eftir að fá skráningu hjá yfirvöldum.
Athugið! Ýmsir þættir athafnaþjónustunnar eru í mótun og því er ekki víst að fáanleiki athafnarstjóra okkar sé til staðar þann dag eða tíma sem óskað er eftir athöfn. Því betri sem fyrirvarinn er, því meiri líkur á fáanleika.
Giftingar: Hægt er að biðja um grunnathöfn (stutt) eða fulla athöfn (löng). Það er verðmunur á þeim. Sjá nánar á síðunni um giftingarnar. Vinsamlegast látið vita í skilaboðaboxinu ef þið hafið ákveðið hvort þið viljið grunnathöfn eða fulla, en það má ræða það nánar við athafnarstjórann.
Gjaldskrá athafna (pdf-skjal)
Greiðsluskilmálar: Greiða þarf 20% af verði athafnar við pöntun en það er staðfestingar- og tryggingargjald. Þetta gjald fæst endurgreitt í tilviki afbókunar, hafi undirbúningsviðtal við athafnarstjórann ekki farið fram, en ekki eftir viðtalið. Eftir að formlegt undirbúningsviðtal hefur farið fram er tryggingargjaldið ekki endurgreiðanlegt. Greiða skal tryggingargjaldið inn á reikning félagsins: 0133-26-019330, kt. 580625-0960 og senda afrit af greiðslutilkynningunni til farsaeld@farsaeld.is. Full greiðsla á gjaldi athafnar fer fram skömmu fyrir athöfn (nafngjafir) eða eftir (gifting, útför), eftir atvikum.
Umsjón hefur fljótlega samband, eða í síðasta lagi 2 virkum dögum eftir að beiðni hefur verið send inn.
(Unnið er að því að koma upp greiðslukerfi með greiðslukorti og biðst Farsæld velvirðingar á þeim takmörkunum þangað til).