top of page
Wedding floral arch decor

Giftingar

Giftingar eru allskonar og við hjá Farsæld bjóðum upp á húmaníska athöfn í anda gilda þeirar ástar og gleði sem ríkir við gjöf heityrða. Athafnarstjórar okkar ráðleggja um aðstæður og útfærslur svo athöfnin verði sem best heppnuð og eftir vilja og væntingum hjónaefnanna. 

Ath! Þar til félagið fær lögformlega skráning hjá yfirvöldum felst ekki lögformleg vígsla í giftingarathöfnum félagsins. 

Farsæld býður, í megin dráttum, upp á tvær stærðir giftinga - skemmri og viðameiri. 

Sú skemmri felur í sér stutt undirbúningsviðtal, falleg hugvekjuorð og vígsluna sjálfa.  

Sú viðameiri felur í sér undirbúningsviðtal, æfingu, flutning á sögu parsins, aðeins efnismeiri hugvekju og vígsluna sjálfa. Í slíkri athöfn eru stundum viðbótaratriði eins og tónlistarflutningur listafólks eða aukaræður. 

Gjald fyrir giftingar er með tvennu móti:

A) Skemmri athöfn: kr. 40 þúsund.

Í henni felst undirbúningsviðtal og athöfnin sjálf sem inniheldur aðfararorð og vígsluna. Lengd athafnar er um 10 - 15 mínútur. 

B) Viðameiri athöfn: kr. 80 þúsund.

Í henni felst ítarlegra viðtal, æfing/skipulag, orð um hjónaefnin, aðfararorð og vígslan. Lengd athafnar er breytilegur, oft um 20 - 40 mínútur, eftir fjölda annarra atriða eins og flutningi tónlistar. 

Félagar í Farsæld njóta 10% afsláttar (í heild).

Það geta átt við viðbótargjöld vegna aksturs ef athöfnin er utan heimasvæðis athafnarstjórans (um 20 km radius) eða biðtími skapast á athafnarstað umfram 1 klst.  Sé athöfn á hátíðardegi eða næturtíma getur átt við álag. Sjá nánar hér: Gjaldskrá athafna (pdf-skjal)

Beiðni

bottom of page