top of page

Húmanismi - lesefni

Hér fara ábendingar um lesefni um húmanisma fyrir fróðleiksfúsa.

Listi ritverka - bækur, kaflar, greinar og ritgerðir

Hér fara bæði titlar bóka, bókarkafla eða greina um húmanisma. Mestmegnis af þeirri heimspeki sem fellur undir raunhyggju (realism) eða náttúruhyggju (naturalism) getur flokkast undir húmanisma og það yrði þá gríðarlega mikið magn sem lægi undir. Hér er því látið nægja að nefna eitthvað af ritverkum sem fjalla um siðrænan húmanisma (með nafni). (Sjá skilgreiningu á síðunni Um húmanisma). Margar bækur um trúleysi fjalla öðrum þræði um húmaníska hugmyndfræði en þessi listi afmarkast við bækur þar sem siðfræði húmanismans er áberandi hluti rits eða henni gerð góð skil. 

„Upphaf mannúðarstefnu"

Halldór Kiljan Laxness (Helgafell, 1965) Ritgerð. Einnig í Halldór Laxness - Úrvalsbók

Nóbelskáldið lýsir því hvernig ritfrelsi náði að blómstra þar sem húmanísk viðhorf ríktu.

Um húmanisma

Richard Norman (Ormstunga 2012) Þýð. Reynir Harðarson. Forspjall eftir Jóhann Björnsson.

Richard Norman skrifar hér aðgengilega bók sem lýsir kjarna húmanismans. Hann telur að frásagnarlist sé mikilvæg í miðlun siðferðisboðskapar og til skilningsauka.

Bókarkápa Um húmanisma
bottom of page