top of page
< Fréttayfirlit

Fyrsta athöfnin undir athafnarstjórn frá Farsæld

Stjórn Farsældar

19. des. 2025

Tímamót hjá Farsæld - fyrsta athöfnin

Þann 17. desember fór fram fyrsta athöfnin sem athafnarstjóri frá Farsæld stýrði. Það var húmanísk útför. Þetta skref er mikilvægt í stuttri sögu félagsins og er til merkis um traust til athafnarstjóra félagsins. Athafnir félagsins eru opnar þeim sem óska eftir húmanískum athöfnum í anda þess siðferðis sem lýst er í stefnu félagsins. Athafnarstjórar Farsældar eru allir reynslumiklir og taka að sér nafngjafir, giftingar og útfarir. Nánari upplýsingar má sjá á síðunum hér um athafnir félagsins.

  • Facebook
  • Instagram

Farsæld - húmanískt lífskoðunarfélag

Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík

kt. 580625-0960

bottom of page