
Farsæld tekur þátt í friðargöngunni Þjóð gegn þjóðarmorði

Stjórn Farsældar
4. sep. 2025
Á Austurvelli 6. sept. kl 14:00 - 16:00
Fasæld hefur ákveðið að taka þátt í friðarátakinu „Þjóð gegn þjóðarmorði!“ sem verður haldið í mörgum bæjarfélögum á landinu laugardaginn 6. sept. kl 14. Nánari upplýsingar um átakið eru á Fb-síðu átaksins undir þessu slagorði. Hópur frá félaginu mun ganga og mæta á Austurvöll undir merkjum friðar. Í þeim tilgangi hefur félagið hannað stuttermaboli með merki friðardúfunnar (og FARSÆLD.is) að framanverðu og lógó Farsældar með orðunum „með friði“ að aftanverðu. Í því hræðalega stríði sem geisað hefur á milli Palestínu og Ísraels í rúm 2 ár líða þúsundir saklausra aðila og barnadauði er mikill. Þessu þarf að linna strax og því vill Farsæld leggja þessari samstöðu um stöðvun þjóðarmorðs á Gaza lið. Það á eftir að ákveða hvar hópurinn ætlar að hittast fyrir gönguna. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum póstfang félagsins farsaeld [at] farsaeld.is
