

Stjórn Farsældar
8. juli 2025
Skemmtilegt tækifæri til hönnunar
Farsæld - húmanískt lífsskoðunarfélag kallar nú eftir hönnun á bráðabirgðalógói sem síðar gæti orðið varanlegt lógó gegnum formlega samkeppni í haust. Greitt er fyrir gildar innsendar tillögur, þ.e. þær sem uppfylla skilmerki hönnunarinnar.
Lógóið á að sýna
a) 3 mannverur,
b) það á að minna á alþjóðamerki húmanista (the happy human) og
c) hafa eitthvað sem táknar "blómstrun" þ.e. farsæld.
Myndin að ofan sýnir sýnishorn af lógóum af netinu sem sýnir nokkurn veginn hvað við eigum við.
Öllum er velkomið að taka þátt. Hér viðhengt er skjal með nánari upplýsingum, leiðbeiningum og skilmerkjum þessa lógós. Nauðsynlegt er að kynna sér það áður en hafist er handa. (Það má nota AI sér til aðstoðar).
Skilafrestur er út næsta mánudag, 14. júlí. Senda á skjal með tillögu á farsaeld@farsaeld.is
Við auglýsum eftir hæfileikafólki í þetta sem er til í að kýla á eitt stykki lógó!